Hulda Sif
18. aug. 2021
Skemmtilegt léttmeti. Nokkuð fyrirsjáanlegt bók og náði því miður ekki að hræða mig. Ég held að þetta hafi átt að vera sálfræðilegur tryllir, en mér fannst þetta bara nokkuð notaleg draugasaga með gotneskum blæ. Hún minnti mig svolítið á Jane Eyre, mínus "ástarsagan." Mér leið dálítið eins og frú Montague, alltaf að bíða eftir að upplifa alvöru draugagang en finnast svo allt dramað í kringum þetta hús dálítið kjánalegt. Ég beið og beið eftir að draugagangurinn magnaðist upp og færi á næsta stig, en það gerðist aldrei, eins og hryllingurinn væri dempaður niður en ekki skrúfaður upp. Samt sem áður ánægjuleg hlustun og fær þess vegna bókin þrjár stjörnur.